Tilkynna

Vefkökur

Þessi vefsíða notar vefkökur til þess að bæta upplifun notenda.

Nánar um vefkökur

Öruggt og traustvekjandi tilkynningakerfi

Tilkynna er tilkynningakerfi sem einfaldar uppljóstrunarferlið, tryggir nafnleynd og einfaldar umsýslu tilkynninga.

Tilkynna getur stuðlað að auknu trausti og gagnsæi þar sem nafnleynd tilkynnanda og öryggi gagna eru tryggð

Skilvirkni

Skilvirkni

Tilkynna einfaldar uppljóstrunarferlið fyrir tilkynnendur og umsýslu tilkynninga fyrir lögaðila.

Öryggi

Öryggi

Tilkynningar og samskipti eru dulkóðuð. Tilkynna uppfyllir kröfur GDPR og Persónuverndar.

Gagnsæi

Gagnsæi

Öll gögn og samskipti um tilkynningar eiga heima á einum stað og eru skráð í óbreytanlega atburðaskrá.

Eiginleikar Tilkynna

Lögaðili stofnar aðgang

Lögaðili stofnar aðgang að kerfi Tilkynna sem býr til sérstaka vefslóð fyrir tilkynnendur. Þar geta starfsmenn sem vilja tilkynna misferli fyllt inn upplýsingar varðandi málið. Starfsmaður getur sent tilkynninguna með nafnleynd og átt frekari samskipti í gegnum nafnlausa gátt.

Fyllsta öryggis og trúnaðar er gætt við meðferð og meðhöndlun tilkynninga. Farið er með allar upplýsingar í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd.

Mörg tilkynningasvæði

Lögaðili getur stofnað mörg mismunandi tilkynningasvæði. Það getur hentað stærri fyrirtækjum eða stofnunum til að aðgreina í sundur mismunandi hópa eins og deildir eða verktaka. Hvert tilkynningarsvæði fær sitt eigið undirlén, t.d. verktakar-fyrirtaeki.tilkynna.is og starfsmenn-fyrirtaeki.tilkynna.is.

  • Hægt er að breyta og bæta við spurningum inn á tilkynningarsvæðum.
  • Hægt er að búa til síður fyrir tilkynningarsvæði eins og leiðbeiningar, verklagsreglur og persónuverndarstefnu.
  • Hvert tilkynningasvæði getur haft mismunandi reglur. Sem dæmi þá er hægt er að setja lykilorð fyrir svæði, velja hvaða persónuupplýsingar óskað er eftir og hvort auðkenning með rafrænum skilríkjum í gegnum island.is sé nauðsynlegt.

Umsýsla tilkynninga

Við umsýslu tilkynninga er hægt að breyta málsheiti, setja stöðu málsins, bæta við umsjónaraðilum og skrá merkimiða. Þar er líka hægt að skrifa athugasemdir, til dæmis ef teymi innan lögaðila vill gefa álit á málinu. Einnig er hægt að eiga samskipti við tilkynnanda ef óskað er eftir frekari upplýsingum.

  • Lögaðili getur stofnað mismunandi merkimiða til að auðvelda flokkun á tilkynningum og til að einfalda leit að tilkynningum.
  • Lögaðili getur skráð einn eða fleiri umsjónaraðila á tilkynningu. Þeir fá tilkynningu í tölvupósti þegar ný skilaboð eða athugasemdir berast.
  • Lögaðili getur hreinsað persónuupplýsingar úr tilkynningu, t.d. þegar mál hefur verið afgreitt og til að uppfylla kröfur Persónuverndar.

Lög um vernd uppljóstrara

Þann 1. janúar 2021 tóku í gildi lög um vernd uppljóstrara. Markmið þeirra er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.

Lögaðilar þurfa að setja sér verklagsreglur í samráði við starfsmenn sem kveða m.a. á um móttöku, meðhöndlun og afgreiðslu tilkynninga um misferli í starfsemi lögaðila.

Lesa um lögin á vef Alþingis